Spurningakeppni Kalla Tomm

Ok nú er keflið hjá mér!

Ég hugsa mér persónu.


Dagur kerfisstjóranna!

Bara smá áminning til ykkar! Cool

http://sysadminday.com/


Aðgát skal höfð í nærveru sálar!

Samskipti fólks á netinu og í SMS er heilmikið búin að vera í umræðunni núna upp á síðkastið og þá einkum í tengslum við "Lúkasar málið". Það er alveg með ólíkindum hvað fólk hefur látið frá sér með þessum hætti og það jafnvel án þess að láta nafn síns getið. Í sumum tilfellum hefði það aldrei látið þetta út úr sér ef það treysti því ekki að geta farið huldu höfði.

Misnotkun á þessum miðlum varðar við lög?

Þetta er afskaplega vand með farinn samskiptamiðill. Það er bara þannig að þegar við tölum við fólk þá fer skilningur okkar á því sem sagt er heilmikið eftir því hvernig þeir eru sagðir. Mismunandi áherslur eða tónn getur gjörbreytt þýðingu orðanna. Í þessum samskiptum þurfa menn þess vegna að geta sér til hvaða tónn á að fylgja. Þetta getur orðið ansi snúið einkum ef fólk þekkist ekki, er að hafa samskipti undir dulnefni eða nafnlaust. Út frá mismunandi túlkun getur spunnist hinn mesti misskilningur, og orð sem eru sögð í góðri meiningu geta verið túlkuð sem hin mesta svívirða, og valdið sárindum.

Hvað er misnotkun?

Ég fyrir mitt leiti tel að misnotkun geti verið á ansi margan hátt. Augljósasta misnotkunin eru hótanir um eitt eða annað. En þessi miðill gefur líka kost á ansi miklu andlegu ofbeldi, svo sem einelti. Það er nokkuð ljóst að menn geta farið til lögreglunnar í hótunar málum, sem getur leitað uppi þá sem koma fram undir dulnefni eða nafnlaust og tekið á málinu á viðeigandi hátt. En er hægt að gera það með andlega ofbeldið og áreitið? Getur fólk á einhvern hátt varist slíku?

Ég er ekki með nein svör við þessu, nema þá að hætta að nota þessa miðla, sem er kannski ekki alveg það sem menn helst vilja gera, því þessir miðlar geta og eru í flestum tilfellum til mikils gagns og gamans. 

Það eina sem ég get í rauninni sagt er að "aðgát skal höfð í nærveru sálar!"

Úff! Ég bara þurfti aðeins að tjá mig um þetta.


Vor fílingur

Get ekki sagt annað en það sé kominn vorfílingur í mig. Ég skrapp  á æfingu og kastaði spjóti. Er búin að vera að bíða eftir góðu tækifæri til þess og það kom í dag. Get ekki sagt að ég sé í súper dúper kast formi en ég hugsa að ef ég tek 4-5 æfingar þá ætti ég að geta kastað jafn langt og ég gerði síðasta sumar. Veit samt ekki hvort ég hafi endilega áhuga á því að keppa. Var búin að lofa mér að keppa ekki nema hafa trú á að kasta 48 m.

En mikið er nú gaman að koma sér í form.  Hvað er skemmtilegra en að bæta sig í svo til öllu í hverri viku. Ég passa mig bara á því að muna ekki hvað ég gat gert fyrir 2-3 árum.

Svo er ansi fátt sem jafnast á við að liggja upp í sófa og njóta þess að finna líkamann vinna úr erfiðum æfingum maður algjörlega finnur sig styrkjast með hverri mínútunni.


Lokað vegna veðurs!

Mikið finnst mér að það ætti að innleiða lokun vegna veðurs þegar það er blíða hérna á Íslandi. Það er bara bilun að þessa daga sem sólin lætur til sín taka að vera lokaður inni.

 


Lasagnia

Það er lasagnia dagur í mötuneytinu í dag. Smile

Annars segir stjörnuspáin mér að ég eigi að kaupa mér nýja skó og láta lita á mér hárið! Hver ætli hafi borgað fyrir þennan áróður?

 

 


Vinnusamir þessir Pólverjar

Já ég get ekki sagt annað en þessir blessuðu menn sem eru að mála húsin hérna á hlaðinu eru óhemju duglegir. Ég er ekki frá því að þeir séu ekki að fá þann hvíldartíma sem þeir ættu að fá hver svo sem sá tími er. Allavega þá voru þeir að fram til miðnættis í gærkvöldi og þeir eru enn að núna. Ég er farin að hafa áhyggjur af því að ég hætti að geta sofnað nema við söng lyftaranna.

Líf mitt hlýtur nú annars að vera alveg ljómandi gott þegar þetta er það sem ég er að hafa áhyggjur af. Enda hefur mér liðið eins og ég sé í bakandi sólskini síðustu daga, sama hvernig veðrið hefur verið hjá öðrum í kringum mig.

 


Hvernig gerðist þetta?

Hann Bjöggi í Skarði er orðinn ráðherra!

Ég er bara alveg orðlaus.  Errm

 


:) Góðann daginn :)

Stjörnuspáin mín í dag hljómar svona:

Vertu bjánalegur, fjarstæðukenndur. Fylltu höfuðið af hugsunum sem eru fallegar en skipta engu máli. Búðu til ný orð yfir það sem þú uppgötvar.

Ég á sem sagt bara að haga mér eins og venjulega.

Annars vaknaði ég bara í svo hrikalega góðu skapi í morgun. Lífið er bara svo frábært, sól og hið besta gluggaveður og jafnvel útiveður líka. 


Ný upplifun í þreksalnum

Þeir sem þekkja mig vita það að ég er afskaplega lítið fyrir að sýna skinn. En svo er ég líka ansi þrjósk og því þegar ég var komin í búningsklefann áðan og tók eftir því að ég hafði gleymt að taka með mér bol til að nota í ræktinni þá gat ég ekki hugsað mér að hætta við og skellti mér því í bolinn sem ég var í utanyfir toppinn. Þetta var hlýrabolur og það ansi fleginn. Mér leið nú ekkert sérstaklega vel með þetta en ætlaði nú ekki að láta svona smámuni stoppa mig frá því að taka á lóðunum.

Mér létti stórlega þegar ég kom inn í salinn og sá að það var bara einn eldri maður þar. En þegar ég var búin með upphitunina og snörunina þá komu tvær konur og þegar ég var búin með hnébeygjuna bættust nokkrir Pólverjar í hópinn. Þá fór þetta nú að verða svolítið áhugavert. Ég hef aldrei orðið fyrir slíku áhorfi í salnum. Ég hafði nokkrar áhyggjur af því að strákarnir gætu bara hreinlega slasað sig á því að horfa á mig í stað þess að hugsa um það sem þeir voru að gera, eða þykjast vera að gera. Ég get getið mér til um hvað þeir voru að tala þó svo að ég skildi ekki orð af því sem þeir voru að segja! Og stelpurnar voru greinilega ekki alveg sáttar við þessa óvæntu samkeppni um athyglina.

Ég hef aldrei litið á þreksalinn sem einhvern pickup stað heldur stað þar sem ég fæ mína útrás. Ég segi ekki að ég hafi ekki kynnst fólki þarna en als ekki þannig.

Ég veit sem sagt núna hvernig maður getur haft áhrif á fólk í kringum sig með því að sýna svolítið skinn. En ég er ekki búin að gera það upp við mig hvort ég vilji endurtaka þetta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband