Afhverju að birta svona mynd?

Ég get ekki orða bundist! 

Hvert er fréttagildi þess að byrta mynd af brunnum skepnum?

Ég held ég sé ekkert bættari manneskja fyrir það að hafa séð þessa mynd og það hefði svo sannalega verið hægt að auka á geðshræringum fólks á fallegri hátt við svona aðstæður ef það hefur verið markmiðið.

Hvernig haldið þið að þetta líti út fyrir börn og annað fólk sem þykir vænt um kýrnar sínar. Og að ekki sé mynnst á fólkið sem lenti í þessu og nágranna þeirra.

Þessi atburður hrærði það mikið við mér að mér fannst algjör óþarfi að byrta þessa mynd.

 


mbl.is 34 skepnur af rúmlega 200 sluppu úr brunanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki aðalmálið þetta að fjölmiðlar greini frá staðreyndum, satt og rétt. Fyrst byrjar nú endanleysan ef við sleppum hinu og þessu, ef slíkt gæti hugsanlega hrært í tilfinningum þessara eða hinna. Veruleikinn er oft alveg hræðilega ljótur. Brunnar kýr á Árskógsströnd eru hins vegar ekki mesti ljótleiki heimsins, enda þótt ég geti vel ímyndað mér að bóndinn þar og raunar margir fleiri séu í losti.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:42

2 identicon

Ég held þú ættir að vita um hvað þú ert að tala áður en þú ferð að byrta það á netinu, þetta sem sést á myndinni er hey ekki skepna.

Eyþór (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Vigdís

Sælir,

Sigurður Bogi: Ætli þetta sé ekki svipað og að byrta myndir af bílslysum, ég sé ekki frétta gildið en það eru skiptar skoðanir um það.

Eyþór: Það getur verið að ég sé viðkvæmari en margur því ég hef séð svona með eigin augum og veit hvernig þetta lítur út. En ég sé brunninn grip þarna, en það sem er á fóðurganginum er hey það veit ég vel.

Vigdís, 19.11.2007 kl. 08:06

4 identicon

Mér finnst mjög ólíku saman að jafna hvort um er að ræða búfénað eða bílslys. Veit ég vel að fjósið á býli foreldra þinna á Húsatóftum brann fyrir nokkrum misserum og skil því vel að þetta hræri upp í þér. En ótvírætt auka myndirnar við heimildagildi frétta af þessum atburði - sem mér finnst hafa verið sagt frá af yfirvegun, skynsemi og þannig að öll meginatriði málsins hafa komið í ljós.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: Vigdís

Mér finnst ekki mikill munur á því að sýna myndir af bílum úr slysum og af þessu. Því auðvitað eru ekki byrtar myndir af fólkinu sjálfu. Í sjálfu sér er þessi mynd sem hérna mjög saklaus. Fréttirnar á RUV eru miklum mun verri.

Ég hef það á tilfinningunni að fólk átti sig ekki á því að þetta séu dýr sem manni þykir vænt um og hver og ein af þessum skepnum hefur sín einkenni. Allir þeir bændur sem ég þekki fylgjast með dýrunum sínum frá því áður en að þau fæðast og velta fyrir sér hvernig best sé að ala það til að því líði vel og gefi sem mest af sér. 

Hvernig yrði ykkur við ef þetta væru myndir af hestinum, kettinum eða hundinum ykkar eða nágranna?

Vigdís, 19.11.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband