Færsluflokkur: Bloggar

Ég er fíkill!

Já ég get ómögulega neitað því að ég sé fíkill, og það ansi langt leiddur fíkill ef út í það er farið. Ég geng ansi langt fyrir dópið. Í gegnum allt mitt nám, bæði menntaskóla og háskóla notaði ég ansi mikinn tíma í þessa iðju mína. Eftir BS námið notaði ég alveg heilt ár bara í þetta. Það sem meira er þá er þetta dóp mitt á allan hátt framleitt af mér sjálfri, með ýmsum hjálpartækjum. Ég hef nokkrum sinnum gert pásur á þessu, en það hefur bara ekki hentað mér að hætta þessu og ég stefni als ekki á að hætta þessu.

Þetta hljómar nú ekki vel. En ég get líka frætt ykkur á því að þetta er á allan hátt löglegt og er jafnvel talið heilsusamlegt.

Svo ég útskýri þetta betur þá er ég endorfín fíkill. Ég er gjörsamlega háð því að fara í ræktina og djöflast eins og ég eigi lífið að leysa. Ef ég sleppi þessu þá hætti ég að geta sofið og verð bara skapvond og á allan hátt ómöguleg. 

Eins gott að ég fór ekki að stunda einhver önnur vanabindandi siði þegar ég var yngri því ég á greinilega mjög erfitt með að venja mig af vanabindandi hegðun.


Gluggagægir!

Já eitthvað er nú jólasveinninn á glugganum hjá mér búinn að ruglast á dagatalinu. Því þetta er sannkallaður gluggagægir. Það sem meira er að hann er bara als ekki að fara leynt með þessar athafnir sínar. Enda erfitt þar sem ég bý á 3. hæð. Og er hann búinn að stilla upp lyfturum fyrir framan 2/3 af gluggunum hjá mér og svo er stillans fyrir framan restina. En ég komst að því um daginn að jólasveinninn er útlenskur, eða allavega talaði hann á ensku þegar hann gerði mér aldeilis bilt við þegar ég var að vaska upp.  Get als ekki sagt að ég hafi átt vona á því að það væri bankað á gluggann hjá mér og ég beðin um að loka glugganum.

En svo fólk fari ekki að vorkenna mér allt of mikið eða halda að þarna sé einhver perri á ferðinni þá er verið að húsið að utan og málararnir eru bara svona hrikalega duglegir að þeir eru oft að vinna langt fram á kvöld.


Fyrsta færslan

Er bara að prófa þetta kerfi. Sé til hvort ég noti þetta eitthvað. Gæti verið að maður tæki upp á því að blogga meira þegar þetta er svona í leiðinni þegar maður kíkir á moggann.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband