15.5.2007 | 21:35
Ég er fíkill!
Já ég get ómögulega neitað því að ég sé fíkill, og það ansi langt leiddur fíkill ef út í það er farið. Ég geng ansi langt fyrir dópið. Í gegnum allt mitt nám, bæði menntaskóla og háskóla notaði ég ansi mikinn tíma í þessa iðju mína. Eftir BS námið notaði ég alveg heilt ár bara í þetta. Það sem meira er þá er þetta dóp mitt á allan hátt framleitt af mér sjálfri, með ýmsum hjálpartækjum. Ég hef nokkrum sinnum gert pásur á þessu, en það hefur bara ekki hentað mér að hætta þessu og ég stefni als ekki á að hætta þessu.
Þetta hljómar nú ekki vel. En ég get líka frætt ykkur á því að þetta er á allan hátt löglegt og er jafnvel talið heilsusamlegt.
Svo ég útskýri þetta betur þá er ég endorfín fíkill. Ég er gjörsamlega háð því að fara í ræktina og djöflast eins og ég eigi lífið að leysa. Ef ég sleppi þessu þá hætti ég að geta sofið og verð bara skapvond og á allan hátt ómöguleg.
Eins gott að ég fór ekki að stunda einhver önnur vanabindandi siði þegar ég var yngri því ég á greinilega mjög erfitt með að venja mig af vanabindandi hegðun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.